Ten Hag sagði ein mistök hafa kostað Man Utd leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 19:05 Erik Ten Hag horfði á lið sitt tapa á heimavelli í dag. Vísir/Getty Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, sagði ein mistök hafa kostað sína menn leikinn gegn Fulham í dag er liðin mættust á Old Trafford. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar lítið var eftir af annars löngum uppbótartíma en fyrir leik dagsins hafði Man Utd verið á fínu skriði í deildinni. „Þeir áttu innkast við eigin hornfána, við vorum með þá undir pressu en við vorum með einn leikmann út úr stöðu. Sem lið eigum við að gera betur og passa að allir séu í réttri stöðu. Við leyfðum þeim að sleppa (í gegn) og það á að vera hægt að koma í veg fyrir það,“ sagði Ten Hag eftir tap dagsins. „Liðið sýndi mikinn karakter í að koma til baka, við áttum skilið að jafna og sóttum til sigurs. Leikmenn sýndu hvaða karakter og persónuleika þeir hafa að geyma. Sigurmarkið kom eftir mistök. Þar á undan sóttum við til sigurs og hefðum átt að nýta færin sem við fengum.“ „Við áttum í erfiðleikum með spilamennsku þeirra á vinstri hluta vallarins frá okkur séð. EN við brugðumst vel við, stigum upp úr öftustu línu og þegar við náðum því þá tókum við leikinn yfir og byrjuðum að skapa færi.“ Man United var án leikmann á borð við Lisandro Martínez, Luke Shaw og Rasmus Höjlund í dag. Þá fór Casemiro meiddur af velli. „Með hópinn sem við höfum þá hefðum við átt að vinna leikinn. Leikurinn var hægur og við verðum að vera tilbúnir frá því að leikurinn er flautaður á.“ „Það er hægt að gagnrýna en liðið sýndi mikinn karakter í báðum hálfleikjum,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir tap dagsins er Man United í 6. sæti með 44 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
„Þeir áttu innkast við eigin hornfána, við vorum með þá undir pressu en við vorum með einn leikmann út úr stöðu. Sem lið eigum við að gera betur og passa að allir séu í réttri stöðu. Við leyfðum þeim að sleppa (í gegn) og það á að vera hægt að koma í veg fyrir það,“ sagði Ten Hag eftir tap dagsins. „Liðið sýndi mikinn karakter í að koma til baka, við áttum skilið að jafna og sóttum til sigurs. Leikmenn sýndu hvaða karakter og persónuleika þeir hafa að geyma. Sigurmarkið kom eftir mistök. Þar á undan sóttum við til sigurs og hefðum átt að nýta færin sem við fengum.“ „Við áttum í erfiðleikum með spilamennsku þeirra á vinstri hluta vallarins frá okkur séð. EN við brugðumst vel við, stigum upp úr öftustu línu og þegar við náðum því þá tókum við leikinn yfir og byrjuðum að skapa færi.“ Man United var án leikmann á borð við Lisandro Martínez, Luke Shaw og Rasmus Höjlund í dag. Þá fór Casemiro meiddur af velli. „Með hópinn sem við höfum þá hefðum við átt að vinna leikinn. Leikurinn var hægur og við verðum að vera tilbúnir frá því að leikurinn er flautaður á.“ „Það er hægt að gagnrýna en liðið sýndi mikinn karakter í báðum hálfleikjum,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir tap dagsins er Man United í 6. sæti með 44 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti