Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 15:30 Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert Guðmundsson knattspyrnumann fyrir kynferðisbrot. Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent