Hinn nítján ára Forson gæti byrjað í fjarveru Højlund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 09:01 Omari Forson hendir sér í tæklingu í leik gegn Arsenal á undirbúningstímabilinu. EPA-EFE/JUSTIN LANE Meiðslavandræði Manchester United ætla engan endi að taka en í gær, föstudag, var staðfest að danski framherjinn Rasmus Højlund verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar. Í fjarveru Danans gæti hinn 19 ára gamli Omari Forson byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira