Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Meint samráð átti sér stað á árunum 2008 til 2013 og fólst meðal annars í sér að fyrirtækin skiptust á viðkvæmum upplýsingum og hækkuðu verð gagnvart viðskiptavinum til muna, án þess að eiga í hættu á að missa þá úr viðskiptum. Reyndu að hafa áhrif á rannsóknina Þá eru forsvarsmenn fyrirtækjanna sagðir hafa reynt að spilla fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins með því að segja ósatt í skýrslutökum, til dæmis þegar þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, lýsti hatri sínu á þáverandi forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, þrátt fyrir að þeir hafi verið saman í vinahóp og farið nokkrum sinnum saman í golf- og veiðiferðir á umræddu tímabili. Eimskip var sektað um 1,5 milljarð og Samskip um 4,2 milljarða vegna brotanna. Milljarðarnir sextíu og tveir sem félögin eru talin hafa valdið í samfélagslegu tjóni skiptast svona niður. 26 milljarðar í hækkandi verði á innfluttri vöru til neytenda, sautján milljarðar í auknum útgjöldum lántaka verðtryggðra lána og þrettán milljarðar í auknum gjöldum á útflytjendur. Sex milljarðar voru í kostnaðarauka viðskiptavina í landflutningum og flutningsmiðlun. Skífurit af því hvernig ráðgjafafyrirtækið Analytica metur tjónið af völdum meints samráðs.Vísir/Hjalti Ótrúlegar tölur Formaður Neytendasamtakanna segist vart trúa þessum tölum, svo stórar eru þær. „Þetta hefur ótrúlega víðtæk áhrif í samfélaginu, bæði bein áhrif og óbein áhrif. Þessar upphæðir, 62 milljarðar, þetta er bara óheyrt,“ segir Breki. Hann segir samtökin vera farin að skoða hvort hægt sé að sækja bætur fyrir neytendur. Til er fordæmi um það frá því í samráðsmáli olíufélaganna frá árinu 2004. „Við ætlum að setjast yfir þessa skýrslu og skoða hana með okkar lögfræðingum. Taka svo ákvörðun um hvernig við ætlum að halda málinu áfram. Málið er ekki búið, það mun halda áfram,“ segir Breki. Klippa: 62 milljarða tjón Spyr hvernig fyrirtækin ætli að bæta tjónið Hann vill sjá breytingar. „Mig langar að beina þeirri spurningu til stjórnenda þessara fyrirtækja, hvernig ætlið þið að bæta tjón samfélagsins sem þið hafið valdið? Og ég vil beina því einnig til stjórnvalda, hvað ætlið þið að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig?“ segir Breki. Neytendur Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Meint samráð átti sér stað á árunum 2008 til 2013 og fólst meðal annars í sér að fyrirtækin skiptust á viðkvæmum upplýsingum og hækkuðu verð gagnvart viðskiptavinum til muna, án þess að eiga í hættu á að missa þá úr viðskiptum. Reyndu að hafa áhrif á rannsóknina Þá eru forsvarsmenn fyrirtækjanna sagðir hafa reynt að spilla fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins með því að segja ósatt í skýrslutökum, til dæmis þegar þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, lýsti hatri sínu á þáverandi forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, þrátt fyrir að þeir hafi verið saman í vinahóp og farið nokkrum sinnum saman í golf- og veiðiferðir á umræddu tímabili. Eimskip var sektað um 1,5 milljarð og Samskip um 4,2 milljarða vegna brotanna. Milljarðarnir sextíu og tveir sem félögin eru talin hafa valdið í samfélagslegu tjóni skiptast svona niður. 26 milljarðar í hækkandi verði á innfluttri vöru til neytenda, sautján milljarðar í auknum útgjöldum lántaka verðtryggðra lána og þrettán milljarðar í auknum gjöldum á útflytjendur. Sex milljarðar voru í kostnaðarauka viðskiptavina í landflutningum og flutningsmiðlun. Skífurit af því hvernig ráðgjafafyrirtækið Analytica metur tjónið af völdum meints samráðs.Vísir/Hjalti Ótrúlegar tölur Formaður Neytendasamtakanna segist vart trúa þessum tölum, svo stórar eru þær. „Þetta hefur ótrúlega víðtæk áhrif í samfélaginu, bæði bein áhrif og óbein áhrif. Þessar upphæðir, 62 milljarðar, þetta er bara óheyrt,“ segir Breki. Hann segir samtökin vera farin að skoða hvort hægt sé að sækja bætur fyrir neytendur. Til er fordæmi um það frá því í samráðsmáli olíufélaganna frá árinu 2004. „Við ætlum að setjast yfir þessa skýrslu og skoða hana með okkar lögfræðingum. Taka svo ákvörðun um hvernig við ætlum að halda málinu áfram. Málið er ekki búið, það mun halda áfram,“ segir Breki. Klippa: 62 milljarða tjón Spyr hvernig fyrirtækin ætli að bæta tjónið Hann vill sjá breytingar. „Mig langar að beina þeirri spurningu til stjórnenda þessara fyrirtækja, hvernig ætlið þið að bæta tjón samfélagsins sem þið hafið valdið? Og ég vil beina því einnig til stjórnvalda, hvað ætlið þið að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig?“ segir Breki.
Neytendur Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira