Tvö eyru og einn munn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:01 „Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar