Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 14:47 Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri var eðli málsins samkvæmt í skýjunum með það að vera kominn aftur í Grindavíkurhöfn. Vísir/Lillý Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. „Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
„Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira