Sandberg er 23 ára gamall miðvörður sem á að baki 103 leiki í öllum keppnum með uppeldisfélagi sínu Lilleström, Skeid og svo Jerv þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú ár. Alls hefur hann leikið 31 leik í efstu deild og á einnig að baki 64 leiki með yngri landsliðum Noregs.
Miðvörðurinn skrifar undir tveggja ára samning við ÍA, en félagið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld.
Erik Tobias Sandberg hefur skrifað undir samning við ÍA út leiktíðina 2025 🤝
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) February 20, 2024
Erik (2000) er norskur varnarmaður sem er uppalinn hjá Lillestrøm en kemur til okkar frá Jerv í Noregi. Erik á að baki 64 landsleiki með yngri landsliðum Noregs, allt frá U-15 ára liðinu til U-20 ára… pic.twitter.com/DDVwVNFN1S
Sandberg hafði verið orðaður við ÍA síðustu daga og vakti það þá athygli að hann er góður vinur norsku markamaskínunnar Erlings Haaland, sem leikur með Englandsmeisturum Manchester City.
Saman stofnuðu þeir félagar rappsveitina Flow Kingz á sínum tíma ásamt Erik Botheim, sem einnig lék með yngri landsliðum Noregs.