Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:17 Stefán er Grindvíkingur í húð og hár og er feginn að geta flutt aftur heim. Vísir/Sigurjón Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“ Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“
Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12
Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47
Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33