Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2024 07:01 Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við Bayern München út tímabilið ef Thomas Tuchel verður látinn taka poka sinn. Charlie Crowhurst/Getty Images Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira