Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarans Tony Harrington í leik liðsins gegn Crystal Palac í janúar og sagði að frammistaða Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans og að öll vafaatriði féllu gegn hans mönnum.
Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn.
„Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder í viðtali eftir umræddan leik.