Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:48 Fjölmargar spurningar voru bornar fram á íbúafundi fyrir Grindvíkinga í dag, sumar þeirra voru ansi beittar. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27
Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27