Býst við að fáir muni gista í bænum Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2024 14:56 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. „Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent