Sport

ÍA býður öllu sínu íþróttafólki upp á sál­fræði­þjónustu

Sindri Sverrisson skrifar
Skagamenn eru að snúa aftur upp í efstu deild karla í fótbolta. Leikmenn liðsins geta líkt og aðrir innan ÍA fengið fría sálfræðiþjónustu.
Skagamenn eru að snúa aftur upp í efstu deild karla í fótbolta. Leikmenn liðsins geta líkt og aðrir innan ÍA fengið fría sálfræðiþjónustu. VÍSIR/VILHELM

Íþróttafólk og þjálfarar hjá aðildarfélögum ÍA á Akranesi eiga þess nú kost að fá fría sálfræðiþjónustu.

Skagamenn geta sótt sálfræðiþjónustu hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur, og felur samningur ÍA við stofuna í sér að ÍA eigi fjögur föst sálfræðiviðtöl á mánuði. Hver og einn einstaklingur getur svo sótt viðtalstíma í allt að þrjú skipti en mögulegt er að fá fleiri skipti ef þess gerist þörf. Til þess þarf þó samþykki stjórnar ÍA að liggja fyrir.

Í frétt á vef ÍA er bent á að það sé margsannað að andlegur styrkur sé ekki síður mikilvægur en líkamlegur styrkur íþróttafólks til að ná árangri. Því sé mikilvægt að þróa hugrænan styrk frá unga aldri.

Innan Íþróttabandalags Akraness eru iðkendur í fjölda greina og má þar nefna knattspyrnu, fimleika, sund, körfubolta og fleiri greinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×