Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Myndi gjósa neðansjávar yrði það sprengigos sem fylgir mikil gjóska.
Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríki sínu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna.
Þá sjáum við frá samstöðufundi fyrir Palestínu, skoðum vísindasýningu og verðum í beinni útsendingu frá vinsælu karaókí.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.