„Það þarf að hleypa okkur líka heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. febrúar 2024 20:30 Síminn hefur vart stoppað hjá Hjálmari í dag vegna opnunar Bláa lónsins. Vísir/Steingrímur Dúi Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. Krafan um aðgengi fyrirtækja og íbúa að Grindavík verður sífellt háværari. Í gær funduðu fyrirtækjaeigendur með almannavörnum og lögreglunni um málið. Á þeim fundi var tilkynnt að Bláa lónið fengi að taka á móti gestum á ný en á meðan eru enn eru strangar reglur um viðveru og starfsemi í Grindavík. Þetta hefur mælst misvel fyrir hjá Grindvíkingum. „Hann hefur ekki stoppað hjá mér síminn núna. Því að fólk hélt að það væri að dreyma að það væri búið að opna í Bláa lónið en ég segi það að ég fagna því að það sé búið að opna í Bláa lónið en það þarf að hleypa okkur líka heim.“ Hjálmar segir íbúa og starfsfólk fyrirtækja hafa verulega takmarkað aðgengi að bænum og dæmi séu um að ekki hafi verið hægt að ráðast í verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum út af skorti að aðgengi. Þessu þurfi að breyta strax og taka til að mynda upp það fyrirkomulag að þessi hópur hafi aðgang að bænum frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin. „Það er algjört skilyrði að Grindvíkingar fái að heim og að atvinnulífið fái að fara að stað þarna megin við Þorbjörn eins og hinu megin og gleymum því ekki að síðasti atburður hann er miklu nær lóninu heldur en nokkur tímann Grindavík.“ Sprungur sem hafi myndast í bænum séu ekki tilefni til að loka öllum bænum þar sem hægt sé að girða af ákveðin svæði. „Það er alveg öruggt að fara inn á ákveðin svæði. Það eru búnir að keyra fjögurra hásinga vörubílar sem eru þrjátíu og tvö tonn. Þeir eru búnir að keyra allt þetta svæði fram og til baka. Síðan hafa farið fimmtíu tonna vörubílar út af svæðinu og það hlýtur að gefa okkur vísbendingu um að sennilega er jörðin í lagi þar. Ofan á þetta þá er búið að skoða hluta af vegunum og hluta af þessu en það á eftir að rýna í gögnin. Þetta tekur bara allt of langan tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. 16. febrúar 2024 14:54 Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. 15. febrúar 2024 13:08 Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Krafan um aðgengi fyrirtækja og íbúa að Grindavík verður sífellt háværari. Í gær funduðu fyrirtækjaeigendur með almannavörnum og lögreglunni um málið. Á þeim fundi var tilkynnt að Bláa lónið fengi að taka á móti gestum á ný en á meðan eru enn eru strangar reglur um viðveru og starfsemi í Grindavík. Þetta hefur mælst misvel fyrir hjá Grindvíkingum. „Hann hefur ekki stoppað hjá mér síminn núna. Því að fólk hélt að það væri að dreyma að það væri búið að opna í Bláa lónið en ég segi það að ég fagna því að það sé búið að opna í Bláa lónið en það þarf að hleypa okkur líka heim.“ Hjálmar segir íbúa og starfsfólk fyrirtækja hafa verulega takmarkað aðgengi að bænum og dæmi séu um að ekki hafi verið hægt að ráðast í verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum út af skorti að aðgengi. Þessu þurfi að breyta strax og taka til að mynda upp það fyrirkomulag að þessi hópur hafi aðgang að bænum frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin. „Það er algjört skilyrði að Grindvíkingar fái að heim og að atvinnulífið fái að fara að stað þarna megin við Þorbjörn eins og hinu megin og gleymum því ekki að síðasti atburður hann er miklu nær lóninu heldur en nokkur tímann Grindavík.“ Sprungur sem hafi myndast í bænum séu ekki tilefni til að loka öllum bænum þar sem hægt sé að girða af ákveðin svæði. „Það er alveg öruggt að fara inn á ákveðin svæði. Það eru búnir að keyra fjögurra hásinga vörubílar sem eru þrjátíu og tvö tonn. Þeir eru búnir að keyra allt þetta svæði fram og til baka. Síðan hafa farið fimmtíu tonna vörubílar út af svæðinu og það hlýtur að gefa okkur vísbendingu um að sennilega er jörðin í lagi þar. Ofan á þetta þá er búið að skoða hluta af vegunum og hluta af þessu en það á eftir að rýna í gögnin. Þetta tekur bara allt of langan tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. 16. febrúar 2024 14:54 Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. 15. febrúar 2024 13:08 Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. 16. febrúar 2024 14:54
Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. 15. febrúar 2024 13:08
Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00
Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14. febrúar 2024 17:52