Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 18:28 Harry og Meghan heimsóttu Bresku-Kólumbíu í vikunni, þar sem þau voru viðstödd æfingar fyrir Invictus leikana árið 2025. Prinsinn stofnaði leikana fyrir særða, slasaða og veika hermenn. Getty/Andrew Chin Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. „Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin. Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
„Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin.
Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58