Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 16:03 Ummæli Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál hafa vakið mikla athygli. Vísir/Vilhelm Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“ Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“
Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira