Mosfellingar skoruðu fyrsta mark leiksins og leiddu með einu til tveimur mörkum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Gestirnir í Stjörnunni jöfnuðu þó metin áður en hálfleikshléið tók við og staðan var 11-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn náðu forystunni hins vegar fljótt á ný í síðari hálfleik og leiddu það sem eftir lifði leiks. Það var þó ekki fyrr en að rétt rúma tíu mínútur að Afturelding náði að slíta sig frá gestunum, en þá var ekki aftur snúið og niðurstaðan varð sex marka sigur heimamanna, 32-26.
Birgir Steinn Jónsson var markahæstur í liði Aftureldingar sem situr í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 23 stig eftir 16 leiki, fjórum stigum minna en topplið Vals sem á leik til góða. Daníel Karl Gunnarsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með sex mörk.