Enn án sigurs og gætu slegið martraðarmet Derby Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:31 Almería var til að mynda nálægt því að taka stig gegn toppliði Real Madrid en tapaði 3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Getty/Guillermo Martinez Ekkert lið í nokkurri af fimm bestu deildum Evrópu í fótbolta hefur átt eins skelfilega leiktíð og enska liðið Derby veturinn 2007-08. Það gæti hins vegar verið að breytast. Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Spænska liðið Almeria hefur nefnilega ekki enn unnið sigur í spænsku deildinni á þessari leiktíð, í 23 leikjum. Liðið er aðeins með sex stig og ef fram heldur sem horfir mun Almeria slá met Derby sem fékk aðeins ellefu stig í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Almeria fær nýtt tækifæri í kvöld til að landa sigri, þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao. Það er í raun merkilegt hve liðinu hefur vegnað illa miðað við frammistöðu liðsins í leikjum, sérstaklega gegn toppliðunum. Almeria komst til dæmis í 2-0 gegn Real Madrid en tapaði á marki á níundu mínútu uppbótartíma, eftir tvö mörk sem dæmd voru gild eftir skoðun á skjá. Liðið var einnig nálægt því að taka stig gegn Barcelona og Atlético Madrid. Ef horft væri til væntra marka (e. expected goals) þá ætti Almeria ekki einu sinni að vera í fallsæti, en liðið hefur farið svo illa með færin sín og fengið svo klaufaleg mörk á sig að það er heilum fjórtán stigum frá næsta örugga sæti. Almeria vann sig upp í efstu deild árið 2022 og forðaði sér frá falli á síðasta tímabili með því að gera 3-3 jafntefli við Espanyol í lokaumferðinni. Töpuðu gegn D-deildarliði í bikarnum Þjálfarinn Rubi hætti hins vegar óvænt eftir tímabilið og nýi þjálfarinn Vicente Moreno entist aðeins í sjö leiki áður en sádi-arabíski eigandinn Turki Al-Sheikh fékk nóg og rak hann. Þá var Almeria aðeins með tvö stig. Alberto Lasarte, þjálfari ungmennaliðsins, stýrði Almeria í einum leik og komst liðið þá í 3-0 gegn Granada, eftir þrennu framherjans Luis Suarez, en Granada jafnaði metin og Suarez meiddist og missti af næstu þremur mánuðum. Gaizka Garitano var svo ráðinn þjálfari liðsins í október og er enn við stjórnvölinn, en enn án sigurs. Liðið tapaði fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn en mesta niðurlægingin var sjálfsagt 1-0 tapið gegn D-deildarliði Barbastro í bikarnum í desember. Eftir þrjá tapleiki í röð er erfitt að sjá að Almería rétti úr kútnum en nái liðið að landa sex stigum til viðbótar tekst því þó að minnsta kosti að forðast að bæta sextán ára gamalt martraðarmet Derby.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira