Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 06:41 Ljóst er af umsögnunum í samráðsgátt stjórnvalda að nokkur óánægja er með frumvarpið. Vísir/Einar Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira