Lærir spænsku til að heilla forráðamenn Barca Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 23:15 Hansi Flick var landsliðsþjálfari Þjóðverja þar til í september síðastliðnum þegar honum var sagt upp störfum. Vísir/Getty Barcelona er í leit að nýjum knattspyrnustjóra þar sem Xavi mun láta af störfum eftir tímabilið. Margir hafa orðað Jurgen Klopp við starfið en annar Þjóðverji er líka inni í myndinni. Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira