Innflæði í ríkisbréf knúði Seðlabankann í nærri tíu milljarða gjaldeyriskaup
Á fyrstu vikum ársins hafa erlendir fjárfestar bætt við stöðu sína í löngum ríkisbréfum fyrir að lágmarki vel á annan tug milljarða króna. Seðlabankinn réðst í umfangsmikil gjaldeyriskaup síðastliðinn föstudag, þau fyrstu í meira en tuttugu mánuði, til að mæta miklu fjármagnsinnflæði þegar erlendur sjóður keypti stóran hluta alls útboðs ríkisins á óverðtryggðum bréfum.
Tengdar fréttir
BlueBay keypti ríkisbréf fyrir 20 milljarða og sér Ísland verða „Sviss norðursins“
BlueBay Asset Management, eitt stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfélag Evrópu, telur að Ísland geti í framtíðinni orðið þekkt sem „Sviss norðursins“. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem Mark Dowding, yfirfjárfestingastjóri BlueBay, sendi á viðskiptavini félagsins í síðustu viku og Innherji hefur undir höndum.
Kaup erlendra sjóða á ríkisbréfum jukust hröðum skrefum undir lok ársins
Erlendir fjárfestar héldu áfram að bæta við stöðu sína í íslenskum ríkisskuldabréfum á síðasta mánuði ársins 2023 eftir að hafa sýnt þeim lítinn áhuga um nokkurt skeið þar á undan. Hlutfallsleg eign þeirra á útistandandi ríkisbréfum jókst þannig um meira en helming á fjórða ársfjórðungi samhliða því að gengi krónunnar hafði gefið nokkuð eftir.