Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Vinna við lagningu hjáveitulagnar við Njarðvíkuræð gekk vel og örugglega fyrir sig í nótt. Um 50 manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka síðan við keflinu í dag. Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga en skólahald er til skoðunar.

Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. 

Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Formaður samtakanna segir efnið taka mið af miklum samfélagslegum breytingum síðustu ár.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×