Léku með fyrrverandi Ísrealshermanni en földu uppruna hans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 11:54 Vadim Gluzman sinnti herskyldu í ísraelska hernum en hefur lengi verið búsettur í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Ísraelskur fiðluleikari lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg í Hörpu í fyrradag. Upplýsingar um uppruna hans voru fjarlægðar í framhaldi af því að kvartanir bárust. Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira