Tennisboltar, súkkulaðipeningar og regnslár töfðu leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 11:31 Gregor Kobel, markvörður Borussia Dortmund, lagði sitt af mörkum við að koma tennisboltunum af vellinum. Leon Kuegeler/Getty Images Mótmæli settu svip sinn á leiki í tveimur af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu í gær og þurfti ýmist að gera hlé eða flauta leiki snemma af vegna þeirra. Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina. Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina.
Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira