Sveitastrákurinn Baldur aftur orðaður við forsetastól átta árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 16:39 Baldur Þórhallsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson veit ekki hver kom nafni hans inn í könnun Maskínu um mögulega forsetaframbjóðendur. Honum finnst það skrítið að vera orðaður við framboð og segir söguna vera að endurtaka sig átta árum síðar. Hann er ekki byrjaður að íhuga framboð. Viðskiptablaðið greindi í dag frá því að svarendur í nýrri könnun Maskínu væru beðnir um að taka afstöðu gagnvart því að Baldur verði næsti forseti Íslands. Ekki byrjaður að íhuga framboð Í samtali við fréttastofu segist Baldur ekki vita hver hefur komið nafni hans inn í könnunina en hann er ekki byrjaður að íhuga framboð. „Ég er bara svo mikill sveitastrákur í mér að ég er bara feiminn gagnvart þessu. Mér finnst þetta bara dálítið skrítið. Svo ég tali hreint út,“ segir Baldur. Sagan endurtekur sig Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist ekki halda áfram sem forseti, var Baldur einnig bendlaður við framboð. Þá greiddi einhver fyrir það að Gallup myndi spyrjast fyrir um skoðanir fólks á mögulegu framboði hans. Líkt og sjá má í fréttinni hér fyrir neðan frá árinu 2016, kom Baldur einnig af fjöllum þá. Baldur hefur síðan þá komist að því hver bar ábyrgð á því að nafn hans var sett í könnunina árið 2016 en veit ekki hvort sami aðili hafi gert slíkt hið sama nú. „Okkur stjórnmálafræðingum er mjög illa við að giska. Ég vissi eftir á hver gerði það fyrir átta árum. Það var kynnt fyrir okkur. Það var gerð könnun að okkur forspurðum og svo var hún kynnt fyrir okkur,“ segir Baldur. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Skoðanakannanir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi í dag frá því að svarendur í nýrri könnun Maskínu væru beðnir um að taka afstöðu gagnvart því að Baldur verði næsti forseti Íslands. Ekki byrjaður að íhuga framboð Í samtali við fréttastofu segist Baldur ekki vita hver hefur komið nafni hans inn í könnunina en hann er ekki byrjaður að íhuga framboð. „Ég er bara svo mikill sveitastrákur í mér að ég er bara feiminn gagnvart þessu. Mér finnst þetta bara dálítið skrítið. Svo ég tali hreint út,“ segir Baldur. Sagan endurtekur sig Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist ekki halda áfram sem forseti, var Baldur einnig bendlaður við framboð. Þá greiddi einhver fyrir það að Gallup myndi spyrjast fyrir um skoðanir fólks á mögulegu framboði hans. Líkt og sjá má í fréttinni hér fyrir neðan frá árinu 2016, kom Baldur einnig af fjöllum þá. Baldur hefur síðan þá komist að því hver bar ábyrgð á því að nafn hans var sett í könnunina árið 2016 en veit ekki hvort sami aðili hafi gert slíkt hið sama nú. „Okkur stjórnmálafræðingum er mjög illa við að giska. Ég vissi eftir á hver gerði það fyrir átta árum. Það var kynnt fyrir okkur. Það var gerð könnun að okkur forspurðum og svo var hún kynnt fyrir okkur,“ segir Baldur.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Skoðanakannanir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira