Þór á toppinn að nýju eftir tæpan sigur gegn Sögu Snorri Már Vagnsson skrifar 8. febrúar 2024 23:35 ADHD og Allee mættust í Vertigo í Counter-Strike í kvöld. Þórsarar höfðu betur gegn liði Sögu í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Bæði lið eru í hörkubaráttu um sæti sitt í deildinni og því ljóst að stórleikur var í vændum. Leikurinn var spilaður á Vertigo og byrjuðu Þór leikinn í sókn. Saga sigruðu fyrstu lotuna þar sem Tight, leikmaður Sögu, felldi fjóra í skammbyssulotunni. Næsta lota fór sömuleiðis til Sögu áður en Þórsarar fundu sinn fyrsta sigur í leiknum, 2-1. Áfram hélt Saga að vinna lotur en þeir komust í 5-1 áður en Þór sigruðu að nýju, 5-2. Saga komst í 7-2 áður en undan fæti þeirra fór að halla. Þór sigruðu allar lotur fram að hálfleik og fundu því líflínu fyrir seinni hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Saga 7-5 Þór Þórsarar voru ekki lengi að jafna leikinn í 7-7 og tóku svo forystuna í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 7-8. Saga jafnaði þó Þórsara í hvert skipti er þeir sigruðu lotur, þangað til Þór náðu loks að brjóta sig frá Sögu í stöðunni 9-11. Saga náði aðeins að sigra eina lotu til viðbótar og Þór fundu því afar mikilvægan sigur sem var allt nema auðveldur. Saga þurfa að sætta sig við ósigur eftir flotta frammistöðu í fyrri hálfleik. Lokatölur: Saga 10-13 Þór Þórsarar fara því upp fyrir NOCCO Dusty að nýju og sitja á toppi deildarinnar. Saga er enn í fjórða sæti að elta Ármann fyrir þriðja sætið er tvær umferðir eru til stefnu. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti
Leikurinn var spilaður á Vertigo og byrjuðu Þór leikinn í sókn. Saga sigruðu fyrstu lotuna þar sem Tight, leikmaður Sögu, felldi fjóra í skammbyssulotunni. Næsta lota fór sömuleiðis til Sögu áður en Þórsarar fundu sinn fyrsta sigur í leiknum, 2-1. Áfram hélt Saga að vinna lotur en þeir komust í 5-1 áður en Þór sigruðu að nýju, 5-2. Saga komst í 7-2 áður en undan fæti þeirra fór að halla. Þór sigruðu allar lotur fram að hálfleik og fundu því líflínu fyrir seinni hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Saga 7-5 Þór Þórsarar voru ekki lengi að jafna leikinn í 7-7 og tóku svo forystuna í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 7-8. Saga jafnaði þó Þórsara í hvert skipti er þeir sigruðu lotur, þangað til Þór náðu loks að brjóta sig frá Sögu í stöðunni 9-11. Saga náði aðeins að sigra eina lotu til viðbótar og Þór fundu því afar mikilvægan sigur sem var allt nema auðveldur. Saga þurfa að sætta sig við ósigur eftir flotta frammistöðu í fyrri hálfleik. Lokatölur: Saga 10-13 Þór Þórsarar fara því upp fyrir NOCCO Dusty að nýju og sitja á toppi deildarinnar. Saga er enn í fjórða sæti að elta Ármann fyrir þriðja sætið er tvær umferðir eru til stefnu.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti