Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 20:00 Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Vísir/Arnar Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“ Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“
Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00