Starfsfólk eigi ekki að breytast í rannsóknarlögreglumenn Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:02 Stór hlut þeirra sem vinnur með börnum í barnastarfi eru ungt fólk eða jafnvel börn sjálf. Þorbjörg segir mikilvægt að þau fái fræðslu. Vísir/RAX Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu, segir áríðandi að allir sem vinni með börnum þekki einkenni þess að verið sé að beita barn ofbeldi eða tæla það. Þá segir hún einnig áríðandi að starfsfólk kunni að setja börnum mörk. Oft á tíðum séu leiðbeinendur í barnastarfi einnig á barnsaldri og mikilvægt að þau geti tekist á við erfiðar aðstæður sem geti komið upp. Þorbjörg hefur frá árinu 2006 séð um fræðslu fyrir þau sem starfa með eða í kringum börn um það hvernig eigi að bregðast við vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum. Námskeiðið sem hún kennir, Verndum þau, er byggt á bók sem hún og Ólöf Ásta Faresveit skrifuðu saman. Þær störfuðu báðar um árabil hjá Barnahúsi en eru nú báðar búnar að flytja sig um set á Barna- og fjölskyldustofu og Æskulýðsvettvangurinn sér um að halda utan um námskeiðin. Þorbjörg segir námskeiðið opið öllum sem starfi með börnum en hægt er að kynna sér efnið betur á vef Æskulýðsvettvangsins. „Það kom út ný útgáfa af bókinni 2013 og þá uppfærðum við námskeiðið líka en það er orðið ansi langt síðan,“ segir Þorbjörg og að þegar Ólöf Ásta hafi tekið við stöðu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu hafi hún dregið sig út úr námskeiðinu og því sjái Þorbjörg ein um þau í dag. Þorbjörg segir að það sé hægt að koma í veg fyrir að fólk missi tök á aðstæðum og samskiptum með því að setja börnum skýr mörk. Vísir/RAX „Við Valdís hjá Æskulýðsvettvanginum ákváðum svo í sameiningu að það væri kominn tími til að poppa þetta aðeins upp og gera góða andlitslyftingu á þessu námskeiði,“ segir Þorbjörg og að námskeiðið hafi verið stytt. Það sé meiri áhersla á viðbrögð og minni á einkenni. Þá sé einnig meira myndefni, færri glærur og meira rými fyrir umræður og spurningar. Gott að bregðast við vondum tilfinningum „Það er mikilvægt að fólk sem vinni með börnum þekki einkenni ofbeldis, við reynum á námskeiðinu ekki síður að leggja áherslu á tilkynningarskylduna og hvernig á að bregðast við ef grunur vaknar um ofbeldi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að reglulega komi fréttir af fólki sem hafi misnotað vald sitt í starfi og jafnvel misnotað barn með einhverjum hætti. „Það er mikilvægt að þekkja einkenni og birtingarmyndir tælingar. Þegar fólk lokkar til sín börn, vinnur traust þeirra og brýtur varnarmúra. Það er mikilvægt að fara yfir það og hvernig eigi að bregðast við ef maður fær vonda tilfinningu fyrir einhverjum samstarfsmanni sínum,“ segir Þorbjörg. Hún segir mikilvægt að foreldrar og þau sem vinni með börnum séu meðvituð um áhættuna á þessu og hvernig eigi að bregðast við. „Það hefur því miður komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk sem vinnur með börnum hefur hreinlega skemmt rannsóknarhagsmuni og gert rannsóknir mála erfiðari. Til dæmis með því að tala við börnin á leiðandi hátt. Það má ekki breytast í rannsóknarlögreglumann þegar eitthvað svona kemur upp. Það vilja allir gera sitt besta en stundum fer fólk fram úr sér. Því þau hafa ekki tækin og tólin og vita ekki hvert verklagið er,“ segir Þorbjörg og að verklagið og verklagsreglur séu því eitt af því mikilvægasta sem farið er yfir á námskeiðinu. „Svo eru það stafrænu miðlarnir og stafræna ofbeldið. Það eru nýjar leiðir sem fólk er að nota.“ Börn að vinna með börnum Hún segir stóran hluta þeirra sem vinna í barnastarfi séu ungt fólk á aldrinum 18 til 25 en jafnvel, eins og hjá KFUM og skátunum, séu börn í eldri kantinum að vinna sem einhvers konar leiðtogar. „Það eru fimmtán eða sextán ára börn,“ segir Þorbjörg og að það séu sérstök námskeið fyrir yngra fólkið hjá Æskulýðsvettvanginum. „Það þarf að ræða við þau á varkárari hátt, en skýran. Þau heyra sjálf undir barnaverndarlögin og tilkynningarskylduna,“ segir Þorbjörg og að það geti gert málið flóknara. En oft séu þetta einmitt einstaklingarnir sem börnin leiti til í. Samhliða örum tækniframförum hefur námskeið Þorbjargar, Verndum þau, verið uppfært.Vísir/RAX „Því þau eru nær þeim í aldri. Þá myndast öðruvísi traust. En það þarf líka að kenna þessum krökkum að setja mörk. Að þau megi ekki vera með börnin á Snapchat og í samskiptum á netinu. Af því þau eru starfsmenn og þurfa að hafa mörk.“ Hún segir þarna vera hættu á að börnin fari að eiga í samskiptum utan barnastarfsins. Það sé hætta á að það þróist svo í eitthvað sem það eigi ekki að vera. „Það er svo sorglegt þegar kemur upp sú staða þegar ungt fólk er að vinna með börnum og eitthvað spjall leiðir út í eitthvað rugl. Því það eru samskipti á vettvangi sem er óeðlilegt að eiga í samskiptum við börnin á,“ segir Þorbjörg. Senda vinabeiðnir og vilja follow-a Hún segir líka mikilvægt að muna að börn geta verið afar markalaus. Til hennar leiti oft fólk til að spyrja hvernig eigi að takast á við það. „Börnin eru að senda vinabeiðnir og follow á Instagram. Eru kannski að senda skilaboð og segja hvað þau sakni starfsfólksins og að þeim þyki þau skemmtileg,“ segir Þorbjörg og tekur sem dæmi starfsfólk sem vinnur á Laugum eða í sumarbúðum sem börnin stoppa stutt í. „Starfsfólk þarf við þessar aðstæður að setja mörk og þau þurfa að vera á hreinu. Hvað er í lagi og hvað ekki. Því börn geta verið hvatvís og markalaus. Börn sem eiga um sárt að binda sækja mjög oft í samskipti við fullorðið fólk og líma sig á þau, og eru þannig útsett fyrir því að lenda í klónum á fólki sem hefur annarlegar hvatir til barna,“ segir Þorbjörg. Börn beita önnur börn ofbeldi Hún segir því margt sem fólk sem vinnur með börnum þurfi að huga að þessu og þetta sé allt í hraðri þróun samhliða tækniframförum. „Börn eru að sækja og horfa á klám og geta verið með markalausa kynferðislega hegðun og það þarf að vita hvernig á að taka á því líka.“ Annað sem þurfi að hafa í huga er að það er æ algengara að börn beiti önnur börn ofbeldi. „Við höfum alltaf viljað á námskeiðinu ná til allra og ná að útskýra þær ólíku aðstæður sem geta komið upp. Þeir sem vinna ekki á þessum vettvangi vita oft ekki birtingarmyndirnar og hvernig þetta raunverulega getur verið,“ segir hún og að þess vegna leggi hún líka áherslu á það á námskeiðinu að tala um það sem minna er talað um almennt í samfélaginu. „Eins og að strákar eru sannarlega líka beittir ofbeldi og að konur beiti líka ofbeldi, þar með talið kynferðislegu. Það er þannig alltaf markmiðið að festast ekki í einni birtingarmynd heldur að opna augu þeirra sem eru að sækja námskeiðið og gera þau meðvitaðri. Þegar þú ert búinn að fá svona fræðslu þá seturðu upp önnur gleraugu í vinnunni,“ segir Þorbjörg. Betra að tilkynna Varðandi það að bregðast við og til dæmis tilkynna grun um ofbeldi segir Þorbjörg alltaf betra að tilkynna en að gera það ekki. „Það er starfsfólksins hjá barnavernd að grisja úr. Það er allt í lagi að tilkynna ef maður er ekki viss. En auðvitað þarf að vera eitthvað á bakvið það. En það er líka gott að tala saman. Ég hef alltaf lagt áherslu á það að fólk sem vinnur með börnum, ef það fær einhverja tilfinningu, að það tali saman,“ segir Þorbjörg og að þannig geti fólk sem dæmi spurt aðra hafi það áhyggjur af einhverju. „Það má alveg ræða málið við samstarfsfólk sitt og ræða við starfsmenn barnaverndar í símtali. Það er hægt að leita ráða ef maður er í vafa af því það er ótrúlega oft sem þessi tilfinning sem fólk fær um að eitthvað sé ekki í lagi, reynist rétt.“ Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Barnavernd Félagsmál Tengdar fréttir Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54 Brotið gegn barni sem var flutt í einveruherbergi Brotið var gegn barni sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í Hafnarfirði, samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sérfræðingur segir gríðarlega vöntun á stuðningi fyrir börn með sérþarfir í skólakerfinu og skýrum verklagsreglum. 23. apríl 2023 18:55 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Þá segir hún einnig áríðandi að starfsfólk kunni að setja börnum mörk. Oft á tíðum séu leiðbeinendur í barnastarfi einnig á barnsaldri og mikilvægt að þau geti tekist á við erfiðar aðstæður sem geti komið upp. Þorbjörg hefur frá árinu 2006 séð um fræðslu fyrir þau sem starfa með eða í kringum börn um það hvernig eigi að bregðast við vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum. Námskeiðið sem hún kennir, Verndum þau, er byggt á bók sem hún og Ólöf Ásta Faresveit skrifuðu saman. Þær störfuðu báðar um árabil hjá Barnahúsi en eru nú báðar búnar að flytja sig um set á Barna- og fjölskyldustofu og Æskulýðsvettvangurinn sér um að halda utan um námskeiðin. Þorbjörg segir námskeiðið opið öllum sem starfi með börnum en hægt er að kynna sér efnið betur á vef Æskulýðsvettvangsins. „Það kom út ný útgáfa af bókinni 2013 og þá uppfærðum við námskeiðið líka en það er orðið ansi langt síðan,“ segir Þorbjörg og að þegar Ólöf Ásta hafi tekið við stöðu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu hafi hún dregið sig út úr námskeiðinu og því sjái Þorbjörg ein um þau í dag. Þorbjörg segir að það sé hægt að koma í veg fyrir að fólk missi tök á aðstæðum og samskiptum með því að setja börnum skýr mörk. Vísir/RAX „Við Valdís hjá Æskulýðsvettvanginum ákváðum svo í sameiningu að það væri kominn tími til að poppa þetta aðeins upp og gera góða andlitslyftingu á þessu námskeiði,“ segir Þorbjörg og að námskeiðið hafi verið stytt. Það sé meiri áhersla á viðbrögð og minni á einkenni. Þá sé einnig meira myndefni, færri glærur og meira rými fyrir umræður og spurningar. Gott að bregðast við vondum tilfinningum „Það er mikilvægt að fólk sem vinni með börnum þekki einkenni ofbeldis, við reynum á námskeiðinu ekki síður að leggja áherslu á tilkynningarskylduna og hvernig á að bregðast við ef grunur vaknar um ofbeldi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að reglulega komi fréttir af fólki sem hafi misnotað vald sitt í starfi og jafnvel misnotað barn með einhverjum hætti. „Það er mikilvægt að þekkja einkenni og birtingarmyndir tælingar. Þegar fólk lokkar til sín börn, vinnur traust þeirra og brýtur varnarmúra. Það er mikilvægt að fara yfir það og hvernig eigi að bregðast við ef maður fær vonda tilfinningu fyrir einhverjum samstarfsmanni sínum,“ segir Þorbjörg. Hún segir mikilvægt að foreldrar og þau sem vinni með börnum séu meðvituð um áhættuna á þessu og hvernig eigi að bregðast við. „Það hefur því miður komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk sem vinnur með börnum hefur hreinlega skemmt rannsóknarhagsmuni og gert rannsóknir mála erfiðari. Til dæmis með því að tala við börnin á leiðandi hátt. Það má ekki breytast í rannsóknarlögreglumann þegar eitthvað svona kemur upp. Það vilja allir gera sitt besta en stundum fer fólk fram úr sér. Því þau hafa ekki tækin og tólin og vita ekki hvert verklagið er,“ segir Þorbjörg og að verklagið og verklagsreglur séu því eitt af því mikilvægasta sem farið er yfir á námskeiðinu. „Svo eru það stafrænu miðlarnir og stafræna ofbeldið. Það eru nýjar leiðir sem fólk er að nota.“ Börn að vinna með börnum Hún segir stóran hluta þeirra sem vinna í barnastarfi séu ungt fólk á aldrinum 18 til 25 en jafnvel, eins og hjá KFUM og skátunum, séu börn í eldri kantinum að vinna sem einhvers konar leiðtogar. „Það eru fimmtán eða sextán ára börn,“ segir Þorbjörg og að það séu sérstök námskeið fyrir yngra fólkið hjá Æskulýðsvettvanginum. „Það þarf að ræða við þau á varkárari hátt, en skýran. Þau heyra sjálf undir barnaverndarlögin og tilkynningarskylduna,“ segir Þorbjörg og að það geti gert málið flóknara. En oft séu þetta einmitt einstaklingarnir sem börnin leiti til í. Samhliða örum tækniframförum hefur námskeið Þorbjargar, Verndum þau, verið uppfært.Vísir/RAX „Því þau eru nær þeim í aldri. Þá myndast öðruvísi traust. En það þarf líka að kenna þessum krökkum að setja mörk. Að þau megi ekki vera með börnin á Snapchat og í samskiptum á netinu. Af því þau eru starfsmenn og þurfa að hafa mörk.“ Hún segir þarna vera hættu á að börnin fari að eiga í samskiptum utan barnastarfsins. Það sé hætta á að það þróist svo í eitthvað sem það eigi ekki að vera. „Það er svo sorglegt þegar kemur upp sú staða þegar ungt fólk er að vinna með börnum og eitthvað spjall leiðir út í eitthvað rugl. Því það eru samskipti á vettvangi sem er óeðlilegt að eiga í samskiptum við börnin á,“ segir Þorbjörg. Senda vinabeiðnir og vilja follow-a Hún segir líka mikilvægt að muna að börn geta verið afar markalaus. Til hennar leiti oft fólk til að spyrja hvernig eigi að takast á við það. „Börnin eru að senda vinabeiðnir og follow á Instagram. Eru kannski að senda skilaboð og segja hvað þau sakni starfsfólksins og að þeim þyki þau skemmtileg,“ segir Þorbjörg og tekur sem dæmi starfsfólk sem vinnur á Laugum eða í sumarbúðum sem börnin stoppa stutt í. „Starfsfólk þarf við þessar aðstæður að setja mörk og þau þurfa að vera á hreinu. Hvað er í lagi og hvað ekki. Því börn geta verið hvatvís og markalaus. Börn sem eiga um sárt að binda sækja mjög oft í samskipti við fullorðið fólk og líma sig á þau, og eru þannig útsett fyrir því að lenda í klónum á fólki sem hefur annarlegar hvatir til barna,“ segir Þorbjörg. Börn beita önnur börn ofbeldi Hún segir því margt sem fólk sem vinnur með börnum þurfi að huga að þessu og þetta sé allt í hraðri þróun samhliða tækniframförum. „Börn eru að sækja og horfa á klám og geta verið með markalausa kynferðislega hegðun og það þarf að vita hvernig á að taka á því líka.“ Annað sem þurfi að hafa í huga er að það er æ algengara að börn beiti önnur börn ofbeldi. „Við höfum alltaf viljað á námskeiðinu ná til allra og ná að útskýra þær ólíku aðstæður sem geta komið upp. Þeir sem vinna ekki á þessum vettvangi vita oft ekki birtingarmyndirnar og hvernig þetta raunverulega getur verið,“ segir hún og að þess vegna leggi hún líka áherslu á það á námskeiðinu að tala um það sem minna er talað um almennt í samfélaginu. „Eins og að strákar eru sannarlega líka beittir ofbeldi og að konur beiti líka ofbeldi, þar með talið kynferðislegu. Það er þannig alltaf markmiðið að festast ekki í einni birtingarmynd heldur að opna augu þeirra sem eru að sækja námskeiðið og gera þau meðvitaðri. Þegar þú ert búinn að fá svona fræðslu þá seturðu upp önnur gleraugu í vinnunni,“ segir Þorbjörg. Betra að tilkynna Varðandi það að bregðast við og til dæmis tilkynna grun um ofbeldi segir Þorbjörg alltaf betra að tilkynna en að gera það ekki. „Það er starfsfólksins hjá barnavernd að grisja úr. Það er allt í lagi að tilkynna ef maður er ekki viss. En auðvitað þarf að vera eitthvað á bakvið það. En það er líka gott að tala saman. Ég hef alltaf lagt áherslu á það að fólk sem vinnur með börnum, ef það fær einhverja tilfinningu, að það tali saman,“ segir Þorbjörg og að þannig geti fólk sem dæmi spurt aðra hafi það áhyggjur af einhverju. „Það má alveg ræða málið við samstarfsfólk sitt og ræða við starfsmenn barnaverndar í símtali. Það er hægt að leita ráða ef maður er í vafa af því það er ótrúlega oft sem þessi tilfinning sem fólk fær um að eitthvað sé ekki í lagi, reynist rétt.“
Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Barnavernd Félagsmál Tengdar fréttir Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54 Brotið gegn barni sem var flutt í einveruherbergi Brotið var gegn barni sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í Hafnarfirði, samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sérfræðingur segir gríðarlega vöntun á stuðningi fyrir börn með sérþarfir í skólakerfinu og skýrum verklagsreglum. 23. apríl 2023 18:55 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum. 26. maí 2023 17:54
Brotið gegn barni sem var flutt í einveruherbergi Brotið var gegn barni sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í Hafnarfirði, samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sérfræðingur segir gríðarlega vöntun á stuðningi fyrir börn með sérþarfir í skólakerfinu og skýrum verklagsreglum. 23. apríl 2023 18:55