Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 06:35 Sjö hafa stigið fram og lýst áhuga á því að verða næsti biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. Frá þessu er greint á Kirkjan.is. Í tilkynningu sem birtist á vefnum í gær segir að tilnefningum hafi lokið á hádegi. Af þeim 164 sem hefðu mátt tilefna hefðu 160 nýtt rétt sinn en þegar fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania til að „rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga“ hefði komið babb í bátinn. „Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk,“ segir í tilkynningunni. Síðar birtist önnur tilkynning þar sem greint var frá því að vegna vandamálsins væri ekki unnt að telja tilnefningarnar með öruggum hætti. Því teldi kjörstjórn rétt að endurtaka tilnefningarnar eins fljótt og unnt væri, og stefnt að því að hefja ferlið fyrir vikulok. Advania hefði þegar sett í gang vinnu við að laga það sem fór úrskeðis. Nokkrir hafa lýst því yfir að þeir muni taka við tilnefningum til biskupskjörs; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur. Uppfært: Í fyrri útgáfu gleymdist nafn Guðrúnar Karls Helgudóttur. Við biðjumst afsökunar á mistökunum. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Frá þessu er greint á Kirkjan.is. Í tilkynningu sem birtist á vefnum í gær segir að tilnefningum hafi lokið á hádegi. Af þeim 164 sem hefðu mátt tilefna hefðu 160 nýtt rétt sinn en þegar fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania til að „rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga“ hefði komið babb í bátinn. „Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk,“ segir í tilkynningunni. Síðar birtist önnur tilkynning þar sem greint var frá því að vegna vandamálsins væri ekki unnt að telja tilnefningarnar með öruggum hætti. Því teldi kjörstjórn rétt að endurtaka tilnefningarnar eins fljótt og unnt væri, og stefnt að því að hefja ferlið fyrir vikulok. Advania hefði þegar sett í gang vinnu við að laga það sem fór úrskeðis. Nokkrir hafa lýst því yfir að þeir muni taka við tilnefningum til biskupskjörs; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur. Uppfært: Í fyrri útgáfu gleymdist nafn Guðrúnar Karls Helgudóttur. Við biðjumst afsökunar á mistökunum.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira