Segist hafa stuðning stjórnarinnar: „Erum öll í þessu saman“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2024 23:30 Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í Chelsea hafa ekki átt góðu gengi að fagna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Richard Heathcote/Getty Images Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa fengið jákvæð skilaboð frá eigendum og stjórnarmeðlimum félagsins þrátt fyrir dræmt gengi liðsins undanfarið. Chelsea féll niður í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 tap gegn Wolves á heimavelli síðastliðinn sunnudag og hefur liðið nú tapað tveimur deildarleikjum í röð. Margir stuðningsmenn Chelsea hafa kallað eftir því að Pochettino verði látinn fara frá félaginu, en þjálfarinn segist njóta stuðnings ráðamanna innan félagsins. „Mér líður eins og við séum öll í þessu saman og það er jákvætt,“ sagði Pochettino. „Ég er búinn að fá mjög jákvæð skilaboð frá eigendunum. Ég er að sjálfsögðu í góðum samskiptum við þá og yfirmann íþróttamála á hverjum degi,“ bætti Argentínumaðurinn við. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðan Todd Boehly keypti félagið í maí 2022 þrátt fyrir að miklum fjármunum hafi verið eytt í leikmannakaup. Alls hefur Chelsea keypt leikmenn fyrir meira en einn milljarð punda (174 milljarða króna) síðan Boehly tók við stjórnartaumunum, en liðið hefur aðeins unnið níu af 23 deildarleikjum á yfirstandandi tímabili. Þessi mikla eyðsla félagsins undanfarið gæti þó verið ástæðan fyrir því að Pochettino er enn í starfi sem stjóri Chelsea, en eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag gæti það reynst Chelsea dýrt að reka Pochettino. Ekki bara í milljónum talið heldur gæti liðið einnig tapað stigum á því. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Sjá meira
Chelsea féll niður í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 tap gegn Wolves á heimavelli síðastliðinn sunnudag og hefur liðið nú tapað tveimur deildarleikjum í röð. Margir stuðningsmenn Chelsea hafa kallað eftir því að Pochettino verði látinn fara frá félaginu, en þjálfarinn segist njóta stuðnings ráðamanna innan félagsins. „Mér líður eins og við séum öll í þessu saman og það er jákvætt,“ sagði Pochettino. „Ég er búinn að fá mjög jákvæð skilaboð frá eigendunum. Ég er að sjálfsögðu í góðum samskiptum við þá og yfirmann íþróttamála á hverjum degi,“ bætti Argentínumaðurinn við. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðan Todd Boehly keypti félagið í maí 2022 þrátt fyrir að miklum fjármunum hafi verið eytt í leikmannakaup. Alls hefur Chelsea keypt leikmenn fyrir meira en einn milljarð punda (174 milljarða króna) síðan Boehly tók við stjórnartaumunum, en liðið hefur aðeins unnið níu af 23 deildarleikjum á yfirstandandi tímabili. Þessi mikla eyðsla félagsins undanfarið gæti þó verið ástæðan fyrir því að Pochettino er enn í starfi sem stjóri Chelsea, en eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag gæti það reynst Chelsea dýrt að reka Pochettino. Ekki bara í milljónum talið heldur gæti liðið einnig tapað stigum á því.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Sjá meira