„Miklu skemmtilegra að vera leikmaður Barca en þjálfari Barca“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 12:30 Ronald Koeman er nú landsliðsþjálfari Hollendinga og hér er hann með aðstoðarmönnum sínum Sipke Hulshoff, Erwin Koeman og Patrick Lodewijks. Getty/OLAF KRAAK Ronald Koeman, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, skilur vel kvartanir Xavi um hversu erfitt sé að vinna í kringum alla pólitíkina í spænska félaginu. Xavi tilkynnti það á dögunum að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona liðsins í sumar. Xavi hefur síðan sagt frá því að hann njóti ekki lífsins sem þjálfari Barcelona og að hann líti á það sem svo að starf hans sé ekki mikils metið. Koeman missti starfið til Xavi í nóvember 2021. „Það er miklu skemmtilegra að vera leikmaður Barca en þjálfari Barca. Ég mátti líka þola mikla pressu og stress. Þetta er erfiðasta starfið sem ég hef unnið,“ sagði Koeman. ESPN segir frá. „Ég skil Xavi. Í mínu tilfelli þá átti ég í deilum við forsetann [Joan Laporta]. Í hans tilfelli þá er hann Katalóníumaður og sonur félagsins. Hann hefur einnig komist að því að það það er svo miklu skemmtilegra og fallegra að vera leikmaður félagsins en að vera þjálfari þess. Það var mjög erfitt fyrir mig að þjálfa Barcelona,“ sagði Koeman. „Með fullri virðingu þá var Xavi þjálfari í Katar. Hann kemur síðan til Barelona. Þar þarf hann að eiga við alla hluti,“ sagði Koeman. „Hann hefur alltaf fengið hrós en nú fær hann að kynnast hinni hliðinni. Fjölmiðlar miða byssu á þig og pólitíkin hjá félaginu er ekki indæl heldur. Vandamálið liggur í stjórn félagsins,“ sagði Koeman. „Þeir verða að passa það að þjálfarinn fái að njóta sín. Ég var ekki búinn á því andlega en mátti þola pressu og álag í vinnunni hjá félaginu. Það er ekki gaman þegar börnin þín gráta þegar þú tapar leik,“ sagði Koeman. Koeman on Xavi outgoing: Barcelona politics makes job tough - ESPN https://t.co/3qehUyMPd6— Politic-tees (@Politic_Tee) February 5, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Xavi tilkynnti það á dögunum að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona liðsins í sumar. Xavi hefur síðan sagt frá því að hann njóti ekki lífsins sem þjálfari Barcelona og að hann líti á það sem svo að starf hans sé ekki mikils metið. Koeman missti starfið til Xavi í nóvember 2021. „Það er miklu skemmtilegra að vera leikmaður Barca en þjálfari Barca. Ég mátti líka þola mikla pressu og stress. Þetta er erfiðasta starfið sem ég hef unnið,“ sagði Koeman. ESPN segir frá. „Ég skil Xavi. Í mínu tilfelli þá átti ég í deilum við forsetann [Joan Laporta]. Í hans tilfelli þá er hann Katalóníumaður og sonur félagsins. Hann hefur einnig komist að því að það það er svo miklu skemmtilegra og fallegra að vera leikmaður félagsins en að vera þjálfari þess. Það var mjög erfitt fyrir mig að þjálfa Barcelona,“ sagði Koeman. „Með fullri virðingu þá var Xavi þjálfari í Katar. Hann kemur síðan til Barelona. Þar þarf hann að eiga við alla hluti,“ sagði Koeman. „Hann hefur alltaf fengið hrós en nú fær hann að kynnast hinni hliðinni. Fjölmiðlar miða byssu á þig og pólitíkin hjá félaginu er ekki indæl heldur. Vandamálið liggur í stjórn félagsins,“ sagði Koeman. „Þeir verða að passa það að þjálfarinn fái að njóta sín. Ég var ekki búinn á því andlega en mátti þola pressu og álag í vinnunni hjá félaginu. Það er ekki gaman þegar börnin þín gráta þegar þú tapar leik,“ sagði Koeman. Koeman on Xavi outgoing: Barcelona politics makes job tough - ESPN https://t.co/3qehUyMPd6— Politic-tees (@Politic_Tee) February 5, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira