Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 16:09 Stefán Kristjánsson er forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík. Einhamar/Vísir Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. Stefán Kristjánsson greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Í færslunni segist hann vera með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs, og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo. „Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál.“ Stefán birti jafnfram mynd af kærunni sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu, með dómsmálaráðherra í fyrirsvari vegna ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fallist á flýtimeðferð Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fer með málið fyrir hönd Stefáns. Farið er fram á að staðfest verði að Stefáni hafi verið óskylt að hlýta ákvörðun ríkislögreglustjóra, frá 13. janúar 2024 um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum. Óskað var eftir flýtimeðferð og féllst Héraðsdómur Reykjavikur á þá beiðni. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur þó tjáð sig áður um ákvarðanir almannavarna og yfirvalda varðandi lokun bæjarins. Fiskvinnsla Einhamars opnaði þann 9. janúar síðastliðinn eftir tveggja mánaða lokun. Þá hafði verið varað við því að fólk þyrfti að vera undirbúið fyrir að geta yfirgefið bæinn í skyndi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði blendnar tilfinningar fylgja opnuninni. Tæpri viku síðar hófst eldgos í og við bæjarmörk Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Stefán Kristjánsson greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Í færslunni segist hann vera með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs, og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo. „Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál.“ Stefán birti jafnfram mynd af kærunni sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu, með dómsmálaráðherra í fyrirsvari vegna ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fallist á flýtimeðferð Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fer með málið fyrir hönd Stefáns. Farið er fram á að staðfest verði að Stefáni hafi verið óskylt að hlýta ákvörðun ríkislögreglustjóra, frá 13. janúar 2024 um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum. Óskað var eftir flýtimeðferð og féllst Héraðsdómur Reykjavikur á þá beiðni. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur þó tjáð sig áður um ákvarðanir almannavarna og yfirvalda varðandi lokun bæjarins. Fiskvinnsla Einhamars opnaði þann 9. janúar síðastliðinn eftir tveggja mánaða lokun. Þá hafði verið varað við því að fólk þyrfti að vera undirbúið fyrir að geta yfirgefið bæinn í skyndi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði blendnar tilfinningar fylgja opnuninni. Tæpri viku síðar hófst eldgos í og við bæjarmörk Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00