„Það eru svo mikil forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og gera það sem við eru að gera. Ég elska það sem ég geri,“ byrjaði Arteta að segja.
„Fyrir mér þá er orkan, ástríðan og viljinn til þess að spila þessa leiki eins og í dag sem er mikið meiri heldur en stressið og pressan,“ hélt hann áfram að segja.
„Liðin þekkja hvort annað frekar vel þar sem við erum búin að spila gegn hvort öðrum oft síðustu árin. Leikurinn mun vinnast útfrá litlum smáatriðum. Þetta mun vera hraður leikur og við verðum að vera tilbúnir, við verðum að vera við og við verðum að vinna,“ endaði Mikel Arteta að segja.