Littler svarar Van Gerwen: „Kominn í deild stóru strákanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 16:31 Keppendurnir átta sem taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti (frá vinstri): Peter Wright, Rob Cross, Nathan Aspinall, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Michael Smith, Gerwyn Price og Luke Littler. getty/David Davies Píluungstirnið Luke Littler gaf lítið fyrir skot Michaels van Gerwen og svaraði Hollendingnum fullum hálsi. Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters. Pílukast Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Littler þreytti frumraun sína í úrvalsdeildinni í pílukasti í gær. Hann vann Luke Humphries, sem hann tapaði fyrir í úrslitum HM í ársbyrjun, 6-2, en tapaði fyrir Michael Smith, 6-5. Van Gerwen tapaði, 6-5, fyrir Smith sem hrósaði sigri á fyrsta keppniskvöldi tímabilsins. Fyrir keppniskvöldið bauð Van Gerwen Littler velkominn í þeirra bestu og sagði þeir myndu ekki passa upp á hann. „Auðvitað ekki. Velkomin í hóp stóru strákanna. Þeir dagar eru liðnir. Hann er ekki lengur í unglingaflokki. Núna þegar við þurfum að berjast á móti hvor öðrum á sviðinu getum við ekki sýnt neina miskunn. Þú verður að berjast í hverjum legg, hverjum leik. Allir spila fyrir sjálfa sig,“ sagði Van Gerwen. Ummæli hans voru borin undir hinn sautján ára Littler sem svaraði fyrir sig fullum hálsi. „Ég er klárlega einn af þeim núna. Ég er kominn í deild stóru strákanna. Ég veit hvað fylgir því. Ég get tekist á við þetta allt sjálfur. Ef ekki tala ég við mömmu og pabba, ef allt fer á versta veg. En ég er nógu þroskaður til að vita hvað gerist. Þetta er það sem ég skrifaði upp á; að spila við þá allra bestu. Einhvern veginn verð ég að vinna þá í hverri viku,“ sagði Littler. Honum hefur gengið vel síðan hann sló í gegn á heimsmeistaramótinu og vann meðal annars Bahrain Darts Masters.
Pílukast Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira