Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. febrúar 2024 12:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. „Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
„Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira