Ensku liðin ekki eytt jafn litlu síðan á farsóttartímabilinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Radu Dragusin var dýrasti leikmaður janúargluggans á Englandi, en hann var keyptur til Tottenham fyrir tæplega 27 milljónir punda. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Lið í stærstu deildum Evrópu voru heldur róleg í tíðinni á síðasta degi félagsskiptagluggans í gær. Raunar hafa lið í ensku úrvalsdeildinni ekki eytt jafn litlu í janúarglugganum síðan árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði yfir. Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira