Ensku liðin ekki eytt jafn litlu síðan á farsóttartímabilinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Radu Dragusin var dýrasti leikmaður janúargluggans á Englandi, en hann var keyptur til Tottenham fyrir tæplega 27 milljónir punda. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Lið í stærstu deildum Evrópu voru heldur róleg í tíðinni á síðasta degi félagsskiptagluggans í gær. Raunar hafa lið í ensku úrvalsdeildinni ekki eytt jafn litlu í janúarglugganum síðan árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði yfir. Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn