Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í ítölsku A-deildinni í vetur og meðal annars skorað níu mörk í 20 deildarleikjum.
Helsti félagaskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, greinir frá því nú í morgun að nýjasta tilboð Fiorentina í Albert hafi hljóðað upp á 22 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,3 milljarða króna. Því tilboði hafi Genoa hafnað í gær.
Fiorentina's last proposal for Albert Gudmundsson was around 22m, rejected by Genoa yesterday.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024
Genoa will only consider proposals from 25m based on payment terms, deal structure and more; as initial asking price was 30m.
Up to Fiorentina now. pic.twitter.com/tgNdlBjofS
Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans á Ítalíu og Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur ætli félagið að finna leið til að kaupa Albert.
Romano segir að Genoa íhugi ekki einu sinni tilboð sem séu undir 25 milljónum evra, og hafi upphaflega farið fram á 30 milljónir evra.