Gamall liðsfélagi Ívars og Brynjars tók við á miðju móti og sló út meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 14:30 Leikmenn Fílabeinsstrandarinnar fagna sigrinum í gær. AP/Themba Hadebe Emerse Faé fékk það krefjandi verkefni að taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar á miðju Afríkumóti. Það er óhætt að segja að hann hafi byrjað landsliðsþjálfaraferilinn á eftirminnilegan hátt. Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira