Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerðir í Grindavík en erfiðlega hefur gengið að halda veginum inn í bæinn opnum nú fyrir hádegið en bæjarbúar reyna nú að nálgast eigur sínar í bænum. 

Færðin hefur sett strik í reikninginn og einhverjir ákváðu að snúa við í morgun. 

Þá verður rætt við forstjóra Mast en stofnunin hefur ákveðið að kæra niðurfellingu lögreglunnar á Vestfjörðum á rannsókn á laxastrokinu í Patreksfirði í fyrra. 

Einnig tökum við stöðuna á kjaraviðræðum en svokölluð friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudaginn kemur. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða, nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkinguna svokölluð við samningaborðið. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um grein stjórnarformanns KSÍ sem birtist á Vísi í morgun en hann gagnrýnir meðal annars aðkomu ÍTF, íslensks toppfótbolta, að stjórn sambandsins. 

Einnig verður farið yfir stöðuna í NFL deildinni en nú er ljóst hvaða lið bítast um Ofurskálina svokölluðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×