Sport

Dag­skráin í dag: Titilvörn Senegal, FA bikar og Lög­mál leiksins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Senegal heldur titilvörn sinni áfram á Afríkumótinu í dag þegar þeir mæta Fílabeinsströndinni í 16-liða úrslitum.
Senegal heldur titilvörn sinni áfram á Afríkumótinu í dag þegar þeir mæta Fílabeinsströndinni í 16-liða úrslitum. James Williamsson / GETTY IMAGES

Það má finna sitt lítið af hverju á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan mánudaginn. 

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20:00 hefst Lögmál Leiksins, þar fer Kjartan Atli Kjartansson, ásamt góðu teymi sérfræðinga, yfir allt það helsta sem gerðist í NBA deildinni í liðinni viku. 

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 mætast Blackburn og Wrexham í FA bikarnum. Arnór Sigurðsson verður í eldlínunni. 

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.35 er leikur Salernitana og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 16.50  er leikur Grænhöfðaeyja og Maritaníu í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar. 

Klukkan 19.50 er leikur Senegal og Fílabeinsstrandarinnar í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar. 

Klukkan 00.05 er leikur Ottawa Senators og Nashville Predators í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Stöð 2 eSport

Klukkan 20:00 hefst GameTíví. Öll mánudagskvöld koma þeir saman Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×