Heimsækja þrjúhundruð heimili í þrjár klukkustundir Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 13:40 Loftmynd úr Grindavík. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, kynnti í dag nýtt skipulag um takmarkaða opnun Grindavíkur á upplýsingafundi. Hann sagði að opnun Grindavíkur til verðmætabjörgunar væri núverandi verkefni. Allir Grindvíkingar fá að vera heim í þrjá klukkutíma að sækja eignir sínar, en næst mun gefast lengri tími. Um þrjú hundruð heimili munu fá að fara inn í bæinn daglega. Þeir sem ætli það muni þurfa að skrá sig á Island.is ætli þeir að nýta sér að fara í bæinn. Hægt verður að bóka heimsókn í bæinn þrettán daga fram í tímann. Farið verður inn í bæinn um Suðurstrandarveg og út um Norðurljósaveg, en fyrirtæki munu fara út um Nesveg. Á fundinum biðlaði Víðir til fólks að kanna ekki bæinn í heimsóknum sínum þar sem hann sé mjög hættulegur. Almannavarnir sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu að fundi loknum um aðgerðirnar: Frá 10. nóvember hafa átt sér stað viðamiklar aðgerðir í Grindavík með það markmið fyrir augum að tryggja öryggi allra þeirra sem erindi geta átt í bæinn. Við eldgosið 14. janúar urðu þær afleiðingar að margt af því sem unnið hafði verið fór aftur nánast á byrjunarreit. Samhliða aðgerðum hafa verið keyrð verkefni til að bjarga verðmætum, endurbyggja innviði og afla upplýsinga um afleiðingar þeirra náttúruhamfara sem hafa riðið yfir. Að þessari vinnu hafa komið ótal sérfræðingar, iðnaðarmenn og viðbragðsaðilar sem í sameiningu hafa undirbúið næsta stig aðgerða, komu íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum. Síbreytilegar forsendur, veðrátta og magn þeirra upplýsinga sem hefur þurft að greina hafa haft áhrif á framganginn en nú er svo komið að hægt er að kynna skipulag um þetta. Vonandi munu næstu dagar nýtast vel til að minnka óvissu Grindvíkinga um stöðu sinna eigna. Að mörgu er að hyggja í verkefni eins og þessu en útgangspunkturinn er öryggi og velferð Grindvíkinga og að allir íbúar fái jöfn tækifæri til að vitja eigna sinna á næstu dögum. Almannavarnir leggja því mikið upp úr að þetta sé allt unnið í góðri samvinnu við Grindvíkinga. Á þessum fyrstu dögum í þessari opnun verður gengið út frá að íbúar geti verið heima í þrjá klukkutíma. Þetta er gert til þess að sem flest fái að fara heim á fyrstu dögunum. Ástæðan þessara takmarkana er að ekki er talið öruggt að hafa of marga inn í bænum í einu. Að því sögðu þá liggur fyrir að tíminn sem íbúar fá í næsta skipti er töluvert lengri og því meiri tími til að gera það sem íbúar óska eftir að gera, eins og t.d. að flytja búslóð. Almannavarnir gera sér grein fyrir að þarfir og óskir íbúa eru mismunandi en nauðsynlegt er að íbúar komist heim til að vitja eigna sinna. Við heimkomu er viðbúið að ýmis mál geta komið upp á því verða inni í bænum ásamt viðbragðaliðum, fulltrúar frá Almannavörnum sem hægt verður að hafa samband við til að fá aðstoð. Við erum í langtímaverkefni og því líta Almannavarnir svo á að þrátt fyrir að skráningin núna sé bara til tveggja vikna þá sé það bara byrjunin. Áfram verður hlustað á íbúa Grindavíkur um þeirra óskir og þarfir enda þeirra bær sem um ræðir. Staða lagna og vatns / Heita og kalda vatnið Ekkert kalt vatn er í Grindavík, skolplagnir talsvert skemmdar víða um bæinn og hitaveitan er mjög löskuð. Enn er hluti bæjarins án hitaveitu en unnið er við að fjölga húsum sem fá heitt vatn. Þar sem hitaveitukerfið er verulega laskað þá er ekki hægt að keyra það á fullum þrýsting. Umtalsverður leki er úr kerfinu þó að lokað hafi verið fyrir þau svæði sem mesta tjónið er og miklir lekar voru þegar reynt var að koma þar á heitu vatni. Því er mjög mikilvægt að íbúar breyti ekki hitastillingum við komuna heim. Slíkt gæti haft alvarleg áhrif á aðrar eignir í Grindavík. Það er kalt í mörgum húsum en það hitastig er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Ástandið á hafnarsvæðinu er sérstaklega erfitt því þar eru engin hús með heitt vatn og ekki vitað hvenær það breytist. Þar sem ekkert kalt vatn er þá er ekki hægt að nota salerni. Á meðan unnið er að viðgerðum eru færanleg salerni við Nettó á Víkurbraut. Lámarkshiti í húsum – Ekki eiga við hitastillingar Lágmarkshiti er á byggðinni í Grindavík þar sem kerfið er mjög laskað. Þannig tekst að halda viðunandi hita á húsnæði íbúa. Þegar hafa bæði pípulagningamenn og rafvirkjar farið í öll hús í bænum og stillt kerfin. Við miklar breytingar getur það breyst hratt. Því eru íbúar beðnir um að hækka hvorki hitann né nota vatn á húsum sínum. Fyrirkomulagið Skráning á island.is/grindavik Island.is hefur áður verið kynnt vegna skráninga Grindvíkinga inn í bæinn. Íbúar og fyrirtæki þurfa að skrá sig á Ísland.is Þegar beiðnin hefur verið yfirfarin og búið er að úthluta einstaklingum tíma munu þeir fá sendan QR kóða sem nota þarf til að skrá sig inn og út úr bænum. Íbúar og fyrirtæki eru beðin um að notast eingöngu við island.is til að eiga samskipti vegna heimilda og aðstoðar við aðgangsmál. Þetta er gert svo hægt sé að halda utan um allar beiðnir og samskipti á einum stað. Þar með hafa öll sömu tækifæri að komast inn til Grindavíkur og líkur á að raðir myndist á lokunarpóstum minnka. Spurningarlistinn Í skráningunni á island.is er spurningarlisti sem öll svara sem óska eftir að komast inn í bæinn. Spurningarnar eru fáar en nauðsynlegar fyrir viðbragðsaðila. Viðbragðsaðilar, verktakar og sérfræðingar skrá sig líka Allir þurfa að skrá sig inn í bæinn enda er mikilvægt að halda utan um heildarfjölda þeirra sem eru innan svæðis hverju sinni. Eftirlit og gæsla Frá því jarðhræringar hófust í nóvember hafa drónar verða nýttir til að tryggja að viðbragðsaðilar hafi góða yfirsýn yfir bæinn. Drónaeftirliti verður haldið áfram sem lögregla og björgunarsveitir sjá um. 14 dagar Byrjað verður á að íbúar geti skráð sig 14 daga fram í tímann. Fyrstu dagana verður aðgengi stutt en síðan er áætlunin að lengja þann tíma sem hægt verður að vera inni ef íbúar þurfa þess. Kort og svæðaskipting Kort af svæðinu er á vefsíðu Grindavíkur og Almannavarna. Grindavík hefur verið skipt upp í svæði. Búið er að girða af ýmis svæði í Grindavík. Ekki er ætlast til að fólk sé á öðrum stöðum en heima og í fyrirtækjum. Akstursfyrirkomulag Ekið er inn til Grindavíkur frá Suðurstrandavegi og farið út um Norðurljósaveg. Gott er að íbúar verði búnir að kynna sér leiðir inn og út úr bænum á korti. Ferlið við komu inn í Grindavík Keyra beint að húsi leggja fyrir utan húsið og vera inni eins mikið og hægt er. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn, skiljanlegt að fólk hafi áhuga á því en við biðjum um að það ekki gert. Grindavík er í heild eins og hættulegt vinnusvæði. Víða eru opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af. Lyftur Ef lyfta er í húsinu – ekki nota hana. Það er ekki talið öruggt. Lyklar Eins og kunnugt er þá var óskað eftir lyklum af húseignum í Grindavík. Lyklarnir eru í vörslu í lyklaskápum. Það er vilji Almannavarnar að halda fá að halda lyklum áfram, til þess að geta áfram sent inn sérfræðinga inn í húsin ef nauðsyn krefur. Þau sem vilja lyklana tilbaka geta auðvitað óskað eftir því með því að hafa samband í síma 8669112. Einnig er hægt að hringja í þetta símanúmer ef íbúi er ekki með lykla af húsinu sínu. Ökutæki Til að byrja með verður aðeins heimilt að fara inn í á ökutækjum sem ekki þarf meirapróf á. Það er margt sem getur haft áhrif, nýjar sprungur sem koma í ljós, bilun í innviðum og veður og færð skipta miklu. Allt þetta getur haft áhrif á áhættumat á dvöl í Grindavík. Virðum þessar tilmæli og gerum veruna í Grindavík þar með öruggari. Þegar allir íbúar hafa haft tækifæri til að vitja eigna sinna mun tíminn sem íbúar hafa innan bæjarins lengjast og verður þá einnig hægt að sækja um að fara með stærri bíla og flutningabíla inn á svæðið skv. skipulagðri dagskrá. Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Hann sagði að opnun Grindavíkur til verðmætabjörgunar væri núverandi verkefni. Allir Grindvíkingar fá að vera heim í þrjá klukkutíma að sækja eignir sínar, en næst mun gefast lengri tími. Um þrjú hundruð heimili munu fá að fara inn í bæinn daglega. Þeir sem ætli það muni þurfa að skrá sig á Island.is ætli þeir að nýta sér að fara í bæinn. Hægt verður að bóka heimsókn í bæinn þrettán daga fram í tímann. Farið verður inn í bæinn um Suðurstrandarveg og út um Norðurljósaveg, en fyrirtæki munu fara út um Nesveg. Á fundinum biðlaði Víðir til fólks að kanna ekki bæinn í heimsóknum sínum þar sem hann sé mjög hættulegur. Almannavarnir sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu að fundi loknum um aðgerðirnar: Frá 10. nóvember hafa átt sér stað viðamiklar aðgerðir í Grindavík með það markmið fyrir augum að tryggja öryggi allra þeirra sem erindi geta átt í bæinn. Við eldgosið 14. janúar urðu þær afleiðingar að margt af því sem unnið hafði verið fór aftur nánast á byrjunarreit. Samhliða aðgerðum hafa verið keyrð verkefni til að bjarga verðmætum, endurbyggja innviði og afla upplýsinga um afleiðingar þeirra náttúruhamfara sem hafa riðið yfir. Að þessari vinnu hafa komið ótal sérfræðingar, iðnaðarmenn og viðbragðsaðilar sem í sameiningu hafa undirbúið næsta stig aðgerða, komu íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum. Síbreytilegar forsendur, veðrátta og magn þeirra upplýsinga sem hefur þurft að greina hafa haft áhrif á framganginn en nú er svo komið að hægt er að kynna skipulag um þetta. Vonandi munu næstu dagar nýtast vel til að minnka óvissu Grindvíkinga um stöðu sinna eigna. Að mörgu er að hyggja í verkefni eins og þessu en útgangspunkturinn er öryggi og velferð Grindvíkinga og að allir íbúar fái jöfn tækifæri til að vitja eigna sinna á næstu dögum. Almannavarnir leggja því mikið upp úr að þetta sé allt unnið í góðri samvinnu við Grindvíkinga. Á þessum fyrstu dögum í þessari opnun verður gengið út frá að íbúar geti verið heima í þrjá klukkutíma. Þetta er gert til þess að sem flest fái að fara heim á fyrstu dögunum. Ástæðan þessara takmarkana er að ekki er talið öruggt að hafa of marga inn í bænum í einu. Að því sögðu þá liggur fyrir að tíminn sem íbúar fá í næsta skipti er töluvert lengri og því meiri tími til að gera það sem íbúar óska eftir að gera, eins og t.d. að flytja búslóð. Almannavarnir gera sér grein fyrir að þarfir og óskir íbúa eru mismunandi en nauðsynlegt er að íbúar komist heim til að vitja eigna sinna. Við heimkomu er viðbúið að ýmis mál geta komið upp á því verða inni í bænum ásamt viðbragðaliðum, fulltrúar frá Almannavörnum sem hægt verður að hafa samband við til að fá aðstoð. Við erum í langtímaverkefni og því líta Almannavarnir svo á að þrátt fyrir að skráningin núna sé bara til tveggja vikna þá sé það bara byrjunin. Áfram verður hlustað á íbúa Grindavíkur um þeirra óskir og þarfir enda þeirra bær sem um ræðir. Staða lagna og vatns / Heita og kalda vatnið Ekkert kalt vatn er í Grindavík, skolplagnir talsvert skemmdar víða um bæinn og hitaveitan er mjög löskuð. Enn er hluti bæjarins án hitaveitu en unnið er við að fjölga húsum sem fá heitt vatn. Þar sem hitaveitukerfið er verulega laskað þá er ekki hægt að keyra það á fullum þrýsting. Umtalsverður leki er úr kerfinu þó að lokað hafi verið fyrir þau svæði sem mesta tjónið er og miklir lekar voru þegar reynt var að koma þar á heitu vatni. Því er mjög mikilvægt að íbúar breyti ekki hitastillingum við komuna heim. Slíkt gæti haft alvarleg áhrif á aðrar eignir í Grindavík. Það er kalt í mörgum húsum en það hitastig er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Ástandið á hafnarsvæðinu er sérstaklega erfitt því þar eru engin hús með heitt vatn og ekki vitað hvenær það breytist. Þar sem ekkert kalt vatn er þá er ekki hægt að nota salerni. Á meðan unnið er að viðgerðum eru færanleg salerni við Nettó á Víkurbraut. Lámarkshiti í húsum – Ekki eiga við hitastillingar Lágmarkshiti er á byggðinni í Grindavík þar sem kerfið er mjög laskað. Þannig tekst að halda viðunandi hita á húsnæði íbúa. Þegar hafa bæði pípulagningamenn og rafvirkjar farið í öll hús í bænum og stillt kerfin. Við miklar breytingar getur það breyst hratt. Því eru íbúar beðnir um að hækka hvorki hitann né nota vatn á húsum sínum. Fyrirkomulagið Skráning á island.is/grindavik Island.is hefur áður verið kynnt vegna skráninga Grindvíkinga inn í bæinn. Íbúar og fyrirtæki þurfa að skrá sig á Ísland.is Þegar beiðnin hefur verið yfirfarin og búið er að úthluta einstaklingum tíma munu þeir fá sendan QR kóða sem nota þarf til að skrá sig inn og út úr bænum. Íbúar og fyrirtæki eru beðin um að notast eingöngu við island.is til að eiga samskipti vegna heimilda og aðstoðar við aðgangsmál. Þetta er gert svo hægt sé að halda utan um allar beiðnir og samskipti á einum stað. Þar með hafa öll sömu tækifæri að komast inn til Grindavíkur og líkur á að raðir myndist á lokunarpóstum minnka. Spurningarlistinn Í skráningunni á island.is er spurningarlisti sem öll svara sem óska eftir að komast inn í bæinn. Spurningarnar eru fáar en nauðsynlegar fyrir viðbragðsaðila. Viðbragðsaðilar, verktakar og sérfræðingar skrá sig líka Allir þurfa að skrá sig inn í bæinn enda er mikilvægt að halda utan um heildarfjölda þeirra sem eru innan svæðis hverju sinni. Eftirlit og gæsla Frá því jarðhræringar hófust í nóvember hafa drónar verða nýttir til að tryggja að viðbragðsaðilar hafi góða yfirsýn yfir bæinn. Drónaeftirliti verður haldið áfram sem lögregla og björgunarsveitir sjá um. 14 dagar Byrjað verður á að íbúar geti skráð sig 14 daga fram í tímann. Fyrstu dagana verður aðgengi stutt en síðan er áætlunin að lengja þann tíma sem hægt verður að vera inni ef íbúar þurfa þess. Kort og svæðaskipting Kort af svæðinu er á vefsíðu Grindavíkur og Almannavarna. Grindavík hefur verið skipt upp í svæði. Búið er að girða af ýmis svæði í Grindavík. Ekki er ætlast til að fólk sé á öðrum stöðum en heima og í fyrirtækjum. Akstursfyrirkomulag Ekið er inn til Grindavíkur frá Suðurstrandavegi og farið út um Norðurljósaveg. Gott er að íbúar verði búnir að kynna sér leiðir inn og út úr bænum á korti. Ferlið við komu inn í Grindavík Keyra beint að húsi leggja fyrir utan húsið og vera inni eins mikið og hægt er. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn, skiljanlegt að fólk hafi áhuga á því en við biðjum um að það ekki gert. Grindavík er í heild eins og hættulegt vinnusvæði. Víða eru opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af. Lyftur Ef lyfta er í húsinu – ekki nota hana. Það er ekki talið öruggt. Lyklar Eins og kunnugt er þá var óskað eftir lyklum af húseignum í Grindavík. Lyklarnir eru í vörslu í lyklaskápum. Það er vilji Almannavarnar að halda fá að halda lyklum áfram, til þess að geta áfram sent inn sérfræðinga inn í húsin ef nauðsyn krefur. Þau sem vilja lyklana tilbaka geta auðvitað óskað eftir því með því að hafa samband í síma 8669112. Einnig er hægt að hringja í þetta símanúmer ef íbúi er ekki með lykla af húsinu sínu. Ökutæki Til að byrja með verður aðeins heimilt að fara inn í á ökutækjum sem ekki þarf meirapróf á. Það er margt sem getur haft áhrif, nýjar sprungur sem koma í ljós, bilun í innviðum og veður og færð skipta miklu. Allt þetta getur haft áhrif á áhættumat á dvöl í Grindavík. Virðum þessar tilmæli og gerum veruna í Grindavík þar með öruggari. Þegar allir íbúar hafa haft tækifæri til að vitja eigna sinna mun tíminn sem íbúar hafa innan bæjarins lengjast og verður þá einnig hægt að sækja um að fara með stærri bíla og flutningabíla inn á svæðið skv. skipulagðri dagskrá.
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira