Körfuknattleiksamband Íslands vekur athygli á afreki Sigmundar í frétt á heimasíðu sambandsins.
Þetta er lokaleikurinn í fimmtándu umferð og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sigmundur dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla í Keflavík í desember 1995 og hefur dæmt í efstu deild síðan og er þetta því 29. tímabilið sem hann er í efstu deild. Meðdómari í fyrsta leiknum var Kristján Möller.
Sigmundur er aðeins annar dómarinn í sögunni til að ná þessum leikjafjölda en Kristinn Óskarsson náði því í febrúar 2021.
Þess má til gamans geta að sá leikmaður sem leikið hefur flesta leik í efstu deild er Marel Guðlaugsson með 416 leik, nærri helmingi færri en dómararnir eru að dæma.