Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Lovísa Arnardóttir skrifar 25. janúar 2024 07:28 Selenskíj vill að málið verði rannsakað. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. „Það er nauðsynlegt að fá fram allar staðreyndir, eins mikið og hægt er, og taka það til greina að vélin hrapaði á rússnesku yfirráðasvæði – sem er ekki undi okkar stjórn,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gærkvöldi um flugvélina sem hrapaði. Greint var frá því í gær að flutningaflugvél rússneska hersins hefði hrapað til jarðar í Belgorod-héraði og sprungið. Vélin hrapaði nærri íbúðabyggð. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Á erlendum miðlum segir að ekki hafi tekist að staðfesta með neinum hætti hverjir eða hvað hafi verið um borð í vélinni en misvísandi skilaboð hafa komið frá Rússlandi og Úkraínu. https://www.bbc.com/news/world-europe-68083739 Á vef BBC segir að Úkraínuher segi í tilkynningu ekki hafa í aðdraganda flugsins fengið neinar tilkynningar um að tryggja flughelgi eins og áður þegar slík skipti fóru fram. Á BBC segir að með tilkynningu sinni hafi úkraínski herinn verið að gefa í skyn að þeir hefðu skotið vélina niður og hefðu ekki haft upplýsngar um það hverjir voru um borð. Með því að tilkynna þeim ekki hverjir væru um borð væru Rússar að stefna lífi fanganna vísvitandi í hættu. Átta þúsund í haldi í Rússlandi Þónokkur fangaskipti hafa farið fram á milli Rússlands og Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar árið 2022. Þau stærstu fóru fram snemma í þessum mánuði þegar 248 föngum var sleppt úr haldi Úkraínumanna og Rússar slepptu 230 föngum. Samkvæmt frétt BBC eru enn átta þúsund Úkraínumenn í haldi í Rússlandi og tugir þúsunda týndir. Stríðið er nú að nálgast sitt þriðja ár og hafa árásir Rússa á Úkraínu stigmagnast síðustu vikur. 18 voru drepin á þriðjudag og 130 særð í loftárásum á úkraínskar borgir. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, hefur varað við því að Úkraínumenn séu við það að klára skotfæri sín. Rússar hafa síðustu tvo mánuði skotið 600 flugskeytum á Úkraínu og notað um þúsund dróna í árásum sínum. Úkraínumenn nota einnig dróna mikið í árásum sínum en drónaárás þeirra varð þess valdandi síðustu helgi að stór afhendingarstaður gass nærri Sankti Pétursborg sprakk í loft upp. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tengdar fréttir Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
„Það er nauðsynlegt að fá fram allar staðreyndir, eins mikið og hægt er, og taka það til greina að vélin hrapaði á rússnesku yfirráðasvæði – sem er ekki undi okkar stjórn,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gærkvöldi um flugvélina sem hrapaði. Greint var frá því í gær að flutningaflugvél rússneska hersins hefði hrapað til jarðar í Belgorod-héraði og sprungið. Vélin hrapaði nærri íbúðabyggð. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Á erlendum miðlum segir að ekki hafi tekist að staðfesta með neinum hætti hverjir eða hvað hafi verið um borð í vélinni en misvísandi skilaboð hafa komið frá Rússlandi og Úkraínu. https://www.bbc.com/news/world-europe-68083739 Á vef BBC segir að Úkraínuher segi í tilkynningu ekki hafa í aðdraganda flugsins fengið neinar tilkynningar um að tryggja flughelgi eins og áður þegar slík skipti fóru fram. Á BBC segir að með tilkynningu sinni hafi úkraínski herinn verið að gefa í skyn að þeir hefðu skotið vélina niður og hefðu ekki haft upplýsngar um það hverjir voru um borð. Með því að tilkynna þeim ekki hverjir væru um borð væru Rússar að stefna lífi fanganna vísvitandi í hættu. Átta þúsund í haldi í Rússlandi Þónokkur fangaskipti hafa farið fram á milli Rússlands og Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar árið 2022. Þau stærstu fóru fram snemma í þessum mánuði þegar 248 föngum var sleppt úr haldi Úkraínumanna og Rússar slepptu 230 föngum. Samkvæmt frétt BBC eru enn átta þúsund Úkraínumenn í haldi í Rússlandi og tugir þúsunda týndir. Stríðið er nú að nálgast sitt þriðja ár og hafa árásir Rússa á Úkraínu stigmagnast síðustu vikur. 18 voru drepin á þriðjudag og 130 særð í loftárásum á úkraínskar borgir. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, hefur varað við því að Úkraínumenn séu við það að klára skotfæri sín. Rússar hafa síðustu tvo mánuði skotið 600 flugskeytum á Úkraínu og notað um þúsund dróna í árásum sínum. Úkraínumenn nota einnig dróna mikið í árásum sínum en drónaárás þeirra varð þess valdandi síðustu helgi að stór afhendingarstaður gass nærri Sankti Pétursborg sprakk í loft upp.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tengdar fréttir Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45
Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58
Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34