Ísak jafnaði metin í 1-1 á 44. mínútu leiksins eftir að Haris Tabakovic hafði komið heimamönnum yfir eftir um hálftíma leik.
Það voru þó heimamenn sem fóru með forystu inn í hálfleikinn því Derry Scherhant kom Berlínarmönnum yfir á nýjan leik með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Christos Tzolis jafnaði svo metin fyrir Düsseldorf með marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Hann fékk svo tækifæri til að koma liðinu yfir sex mínútum síðar úr annarri vítaspyrnu, en í þetta sinn brást honum bogalistinn og staðan því enn jögn, 2-2.
Það urðu að lokum lokatölur leiksins og liðin skiptu því stigunum á milli sín. Ísak og félagar sitja nú í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum meira en Hertha Berlin sem situr í áttunda sæti.