Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:27 Lilja Alfreðsdóttir segir það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ „Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira