Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að á morgun, mánudag, sé spáð norðvestan kalda, en hvasst á Austfjörðum. Lítilsháttar él, en léttir til sunnan heiða. Um kvöldið er búist við suðvestlægari átt og dálítil él vestantil. Áfram fremur kalt.
Breytileg vindátt og allt að tíu stiga frost

Búast má við breytilegri átt vindátt á landinu í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Dálítið él verð norðvestantil og einnig suðaustanlands síðdegis, annars úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, en hiti kringum frostmark syðst.