Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 09:05 Tölvuþrjótarnir, sem taldir eru tilheyra rússneskri leyniþjónustu, leituðu upplýsinga um sjálfa sig í tölvukerfi Microsoft. AP/Michel Euler Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst. Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst.
Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12