Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 23:12 Sigurður Ingi segir að unnið sé að því að meta hver staða Grindvíkinga sé í húsnæðismálum og verið að skoða hvort yfirvöld eigi að kaupa eignir fólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Frá því neyðarstigi var lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa bæjarbúar að litlu leyti geta dvalið á heimilum sínum í bænum. Þrátt fyrir hin ýmsu úrræði ríkir enn mikil óvissa í húsnæðismálum margra í þessum hópi. Stjórnvöld reyna nú að fá betri mynd á hver staðan nákvæmlega er. „Það er könnun í gangi í samstarfi við Grindavíkurbæ um húsnæðisþörf, bæði í bráð og lengd, og vilja fólks, hvar það vill vera og hvað það sæi fyrir sér. Þannig við erum að fá býsna góða mynd af því og hún er sú að það eru alltof margir sem eru enn þá í óviðundandi húsnæði eða í óvissu á næstu vikum og klárlega mánuðum um húsnæði sitt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, í viðtali við fréttastofu. Verði að fría fólk undan átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara Nú sé verið að skoða leiðir til að fjölga íbúðum sem Grindvíkingar geta nýtt sér. Á íbúafundi í vikunni komu fram óskir íbúa um að stjórnvöld kaupi upp eignir í þeirra í bænum. Sigurður Ingi segir slíkt nú í skoðun. „Við verðum auðvitað annars vegar að fría fólk frá því að vera í einhvers konar átthagafjötrum skulda og náttúruhamfara og óvissu en við verðum líka að vita hvað óvissan þýðir og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanri sem við tækjum hefðu á samfélagið í Grindavík til lengri tíma,“ sagði Sigurður. Hann segir erfitt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort eignir verði keyptar upp. „Það er alveg unnið kvöld og nætur í þessu verkefni og við munum koma með það eins fljótt, þau áform sem við getum séð, þó útfærslur tækju lengri tíma,“ segir hann. Þá segist hann ekki tilbúinn á þessari stundu að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. „Allt getur nú gengið um garð og þá er hægt að hefja uppbygginguna þannig maður vonast til að það gerist en ég er ekki til í að leggja mat á hvenær það gerist. Þess vegna þurfum við að treysta á mat okkar helstu vísindamanna,“ sagði Sigurður að lokum.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga. 19. janúar 2024 13:44
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. 18. janúar 2024 14:04
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26