Ofurlaugardagur í Ljósleiðaradeildinni Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 11:00 Ravle og Allee, leikmenn NOCCO Dusty og Þór. Liðin eru í harðri toppbaráttu og þurfa að vera á tánum í dag. Fjórar viðureignir fara fram í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í dag. Heil umferð fer fram í dag, en fjórir leikir verða spilaðir í stað fimm, þar sem Atlantic hafa verið dæmdir úr leik á tímabilinu. ÍBV áttu leik gegn þeim, en fá dæmdan sjálfkrafa sigur eins og öll önnur lið munu fá gegn Atlantic það sem eftir lifir tíambils. Dagskrá Ofurlaugardagsins, sem hefst kl. 17:00 má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá Ofurlaugardagsins. Í fyrsta leik mætast FH og NOCCO Dusty. Dusty eru jafnir Þórsurum á toppi deildarinnar með 22 stig en FH eru í fimmta sæti með fjórtán stig. ÍA og Ármann mætast í öðrum leik dagsins, en Ármann þurfa á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni. Þeir eru jafnir Sögu í 3-4 sæti með 14 stig. Nýtt lið ÍA er enn að leita að sínum fyrsta sigri, en þeir eru í áttunda sæti með 10 stig. Breiðablik mætir Þór klukkan 19:00, en Blikar eru í hörkubaráttu á miðri töflu. Lokaleikur dagsins hefst kl. 20:00 þegar Saga og Young Prodigies mætast. Saga getur blandað sér í vægast sagt óvænta toppbaráttu, sigri þeir leik sinn. Young Prodigies eru í sjöunda sæti með 14 stig. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports, sem og í vefspilara á Vísi. Rafíþróttir Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti
Heil umferð fer fram í dag, en fjórir leikir verða spilaðir í stað fimm, þar sem Atlantic hafa verið dæmdir úr leik á tímabilinu. ÍBV áttu leik gegn þeim, en fá dæmdan sjálfkrafa sigur eins og öll önnur lið munu fá gegn Atlantic það sem eftir lifir tíambils. Dagskrá Ofurlaugardagsins, sem hefst kl. 17:00 má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá Ofurlaugardagsins. Í fyrsta leik mætast FH og NOCCO Dusty. Dusty eru jafnir Þórsurum á toppi deildarinnar með 22 stig en FH eru í fimmta sæti með fjórtán stig. ÍA og Ármann mætast í öðrum leik dagsins, en Ármann þurfa á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni. Þeir eru jafnir Sögu í 3-4 sæti með 14 stig. Nýtt lið ÍA er enn að leita að sínum fyrsta sigri, en þeir eru í áttunda sæti með 10 stig. Breiðablik mætir Þór klukkan 19:00, en Blikar eru í hörkubaráttu á miðri töflu. Lokaleikur dagsins hefst kl. 20:00 þegar Saga og Young Prodigies mætast. Saga getur blandað sér í vægast sagt óvænta toppbaráttu, sigri þeir leik sinn. Young Prodigies eru í sjöunda sæti með 14 stig. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports, sem og í vefspilara á Vísi.
Rafíþróttir Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti